Hænan og eggið

Markmið:

Hópstyrking og skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Í upphafi leika allir egg og ganga um á hækjum sér. Þátttakendur para sig saman og hvert par fer í leikinn Steinn, blað og skæri. Sá sem vinnur breytist í kjúkling. Sá sem verður egg áfram leitar að öðru eggi, en kjúklingurinn að öðrum kjúklingi. Kjúklingar gefa frá sér hátt tíst. Hvert nýtt par fer í leikinn Steinn, blað og skæri og sá kjúklingur sem sigrar verður að hænu og hleypur nú gaggandi um þar til hann finnur aðra hænu. Þá er Steinn, blað og skæri endurtekið og sá sem vinnur breytist í hana. Haninn hoppar galandi um á einum fæti þar til hann finnur annan hana. Þeir reyna með sér í Steinn, blað og skæri. Haninn sem vinnur verður svo að súpu. Súpan stendur kyrr og hendurnar ganga í bylgjum á meðan hún sýður með háu hljóði (blobb-blobb-blobb).

Leikurinn er búinn þegar eftir er eitt egg, einn kjúklingur, ein hæna og einn hani og allir hinir eru orðnir að súpu!

Útfærsla:
Heimild:

Þennan leik er að finna á danska vefsetrinu http://www.sjovide.dk/

Sótt 18. apríl 2007 af http://www.sjovide.dk/showpage.php?ide=38782

Leikur númer: 306
Sendandi: Daggrós Stefánsdóttir og Edda Rún Gunnarsdóttir

Deila