Hákarlatjörn

Markmið:

Reynir á samvinnu og félagsþroska.

Aldursmörk:

Frá 11 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Nemendur raða sér á stóla í hring. Kennarinn segir t.d.: ,,Raðið ykkur eftir stafrófsröð og byrjið á Gunnu“. Þá eiga nemendurnir að raða sér á eftir Gunnu í stafrófsröð án þess að snerta gólfið og fá til þess eina mínútu. Síðan fækkar kennarinn stólunum í hringnum þannig að það verður stöðugt erfiðara fyrir nemendur að raða sér án þess að snerta gólfið. Sá sem snertir gólfið dettur ofan í hákarlatjörnina og er úr leik!

Kennarinn kemur svo með fleiri skilaboð eins og ,,Raðið ykkur eftir afmælisdögum og byrjið á Jóni“ o.s.frv.

Sá sem situr einn eftir er sigurvegari.

Útfærsla:
Heimild:

Leikinn lærðu sendendur af tveimur unglingum.

Leikur númer: 305
Sendandi: Unnur Sigurðardóttir og Anna Björg Leifsdóttir

Deila