Hanastél

Markmið:

Að nemendur læri að þekkja allar helstu ávaxtategundir.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Blað og blýantur fyrir alla þátttakendur. Bók, t.d. orðabók, símaskrá eða einhver námsbók.

Leiklýsing:

Einn stjórnandi er valinn, hann hefur bókina fyrir framan sig. Hann flettir af handahófi upp í bókinni og bendir á eitthvert orð í henni. Fyrsti stafurinn í orðinu skiptir miklu máli í leiknum. Sé stafurinn A, þá eiga leikmenn að skrifa eins marga ávexti og þeir geta sem byrja á A. Leikmenn hafa 5 mínútur. Eftir þann tíma telja allir ávextina sem þeir hafa skrifað. Sá sem hefur náð að skrifa niður flesta ávexti er látinn lesa þá upp og þeir sem hafa sömu tegund strika yfir hana hjá sér. Sá sem hefur skráð næst flesta ávextina les síðan sína upp og hinir strika yfir. Svona gengur þetta koll af kolli þar til allir eru búnir að lesa upp. Sá vinnur sem hefur flest nöfn sem enginn hefur. Vinningshafi stjórnar næstu umferð.

Útfærsla:

Í þessum leik er hægt að fara yfir alla fæðuflokkana, en auk þess hentar hann í hvaða námsgrein sem er.

Heimild:

Hugmyndin er fengin úr Samkvæmisleikjum fyrir hresst fólk á öllum aldri. Reykjavík: Vaka – Helgafell, 1996.

Leikur númer: 161
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila