Hann Frímann fór á engjar

Markmið:

Söngur, leikræn tjáning, hópkennd.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Hann Frímann fór á engjar, einn fagran sumardag,
og var þar furðu lengi, húrra, húrra, húrra.
Hann tíndi líka rósir, hann tíndi líka ber
hann tíndi líka liljur í safnið handa þér.
Hann Frímann hann breiðir út armana sína
og biður að dansa við kærustu sína.
Hæ-falla, diddí-ralla, hæ-falla, diddí ralla.
Og sjáið hve fjörugt þau fara af stað,
og sjáið hve fjörugt þau fara af stað.

Börnin dansa réttsælis í hring, einn er inni í hringnum og leikur Frímann. Þegar kemur að 5. línu gengur Frímann að þeim sem hann vill dansa við og breiðir út armana á móti honum. Börnin í hringnum stoppa, lyfta upp höndum en leiðast áfram og taka nú eitt skref til vinstri og annað til hægri, alltaf til skiptis. Eins geta þau bara staðið kyrr en vingsað höndunum í takt við lagið.
Og sjáið hve fjörgt: Frímann og frú dansa en krakkarnir ganga áfram í hring.

Hlusta á lagið:

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 204
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila