Hans og Gréta

Markmið:

Að þjálfa hlustun, þor og hópefli.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Slæða eða trefill til að binda fyrir augun með.

Leiklýsing:

Allir standa í hring. Einn er valinn til að vera Hans og bundið fyrir augun á honum. Síðan er annar valin til að vera Gréta en Hans má ekki vita hver það er. Hans kallar nú á Grétu sem svarar með því að klappa saman lófunum. Hans gengur á hljóðið og þegar hann finnur Grétu heldur hann fast í hana og giskar á hver Gréta er.

Útfærsla:
Heimild:

Logopædisk værktøjskasse (2007) eftir Ulla Lathi.

Leikur númer: 262
Sendandi: Bryndís Gunnarsdóttir

Deila