Herramennirnir

Markmið:

Markmið leiksins er að nemendur setji sig í hlutverk og noti ímyndunaraflið til að tjá þann ,,herra” sem kennarinn nefnir. Leikurinn efnir einnig hreysti nemenda.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:
Leiklýsing:

Leikurinn byrjar þannig að börnin hlaupa frjálst um svæðið og gera hinar ýmsu grunnhreyfingar, s.s. velta sér, skríða, hoppa, stökkva eða sveifla sér. Þegar kennari hrópar upp nafn á herramanni eiga þau að tjá sig eins og þau telja að viðkomandi herramaður myndi gera. Engin einn tjáningarmáti er réttur heldur geta börnin tjáð sinn herramann á sinn hátt. Dæmi um

Herramenn sem kennari getur nefnt:

Hr. Snöggur, hr. Hraður, hr. Glaður, hr. Fyndinn, hr. Rólegur, hr. Hopp, hr. Sár, hr. Aftur á bak, hr. Skoppi, hr. Hnerri, hr. Lítill, hr. Dansari, hr. Vélmenni, hr. Latur.

 

Útfærsla:

Börnin geta sjálf komið með hugmyndir að herramönnum og geta sjálf verið sá sem stjórnar og kennarinn er úti á gólfi með hinum börnunum. Þannig fá börnin tækifæri til þess að stjórna leiknum og nýta hugmyndarflugið enn frekar.

Hægt er að aðlaga leikinn eftir aldri og getu nemenda. Einnig væri hægt að tengja hann ákveðnum námsþáttum, t.d. ef verið er að lesa Íslendingasögur er hægt að segja að allir eigi að leika Njál Þorgeirsson eða Hallfríði Langbrók.

Heimild:

Sabína Steinunn Halldórsdóttir. (2016)  Leikgleði – 50 leikir. Menntamálastofnun. Sótt af https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/leikgledi/files/assets/common/downloads/publication.pdf

Leikur númer: 379
Sendandi: Lovísa Rut Lúðvíksdóttir

Deila