Hittu í mark!

Markmið:

Samlagning eða aðrar reikningsaðgerðir, samhæfing, búa til leik.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Eggjabakkar, pappaspjöld, borðtenniskúla eða heimatilbúinn bolti, litir, málning.

Leiklýsing:

Skemmtilegast er að nemendur búi sjálfir til allt sem þarf til þessa leiks.

Notaður er eggjabakki og er málaður í skemmtilegum litum. Lítil spjöld eru klippt úr pappa. Á spjöldin eru skráðar þær tölur sem nemendur eru að fást við í stærðfræði. Spjöldunum er stungið í hólfin á eggjabakkanum. Notaður er lítill bolti eða borðtenniskúla. Auðvelt er að búa boltann til úr tuskum sem haldið er saman með teygjum. Eins dugar samanvöðlaður pappír.

Markmiðið er að hitta ofan í hólf eggjabakkans. Keppnin getur verið með ýmsum hætti, milli einstaklinga eða liða. Sem dæmi má nefna að hver nemandi fái fimm köst. Fyrir að hitta í hólf fær hann fimm stig og að auki stig fyrir hólfið. Stigin eru lögð saman.

Útfærsla:

Auðvelt er að búa til alls konar afbrigði af þessum leik.

Heimild:
Leikur númer: 223
Sendandi: Ásdís Grétarsdóttir og Unnur Pálsdóttir

Deila