Hlutverkaleikur á gólfi

Markmið:

Nemendur setji sig í spor annarra og vinni saman.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Gólfi skipt í fjóra reiti A B C og D

Leiklýsing:

Kennarinn skiptir nemendum niður á reitina og gefur þeim fyrirmæli um að leika ákveðnar persónur í hverjum reit, gamlar konur, ungabörn, hermenn, skvísur á háum hælum o.s.frv. Börnin fá tíma til að átta sig á hvernig þessar persónur haga sér. Síðan gefur kennarinn merki og börnin leika persónurnar. Þau skipta síðan um reiti, þannig að allir fái að prófa hvert hlutverk.

Útfærsla:

Þegar börnin hafa leikið allar persónurnar fjórar mega börnin í reit A velja sér persónu sem þau eiga að leika fyrir börnin í hinum reitunum og þau (börnin í reitum B, C og D) eiga að geta upp á hvaða persónur þau eru að leika. Eitt barnið í A reit á að ákveða hvernig persónu félagar þess í reitnum eiga að leika og allir verða að taka þátt í leiknum. Það hefur sýnt sig að þessi leikur hentar mjög vel aldurshópnum sem hann er ætlaður og allir skemmta sér vel. leikurinn eflir frumkvæði og nemendur verða miklu fúsari til að standa frammi fyrir félögum sínum.

Heimild:
Leikur númer: 244
Sendandi: Kristín G. Gestsdóttir

Deila