Hlutverkaleikur

Markmið:

Auka og þjálfa orðaforða nemenda, tjáning, hugmyndaflug, sveigjanleiki í hugsun, samhæfing hreyfingar og skynjunar, samvinna og félagsþroski.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Tafla og krít.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt í 2-3 hópa. Kennari kallar einn nemanda úr hverjum hópi til sín og hvíslar að þeim því hlutverki sem þeir eiga að leika. Nemendurnir þrír leika hlutverk sín fyrir framan hópa sína og félagarnir eiga að giska á hvað verið er að leika. Sá hópur sem leysir gátuna fyrst fær stig. Nemendur skiptast á að leika hlutverkin og kennari ræður hversu lengi leikurinn stendur yfir. Sá hópur sigrar sem hefur flest stig í lokin.

Það er mjög gott að ákveða einhvern ákveðinn flokk orða til að leika sér með og segja nemendum hver hann er. Dæmi um góð orð til að vinna með eru orð yfir starfsheiti, íþróttir eða tilfinningar.

Einnig er hægt að láta nemendur teikna myndir á töfluna í staðinn fyrir að leika hlutverkin (sbr. Pictionary- spilið *).

(*) Útgefandi Eskifell.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 243
Sendandi: Lilja Karlsdóttir

Deila