HODADADADADADA …

Markmið:

Að hafa gaman, ísbrjótur, eflir samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Stórt svæði inni eða úti.

Leiklýsing:

Þátttakendum er skipt í tvö lið, lið A og lið B sem standa sitt hvoru megin við línu. Einn þátttakandi frá liði A hleypur inn á svæðið hjá liði B og kallar Hodadadadada … í einum andardrætti! Hann á að reyna að snerta eins marga og hann mögulega getur í liði B og komast aftur yfir á svæði liðs A. Ef hann missir andann áður en hann snýr til baka verður hann hluti af liði B. Lið B á að reyna að koma í veg fyrir að hann komist aftur yfir í lið A með því að mynda mennskan vegg . Meðlimir liðs B mega standa fyrir honum en þeir verð að vera með hendurnar hangandi niður með líkamanum og þeir mega ekki teygja sig eða grípa í hann. Ef hann kemst til baka í lið A færast allir þeir sem hann snerti úr liði B yfir í lið A. Þá er komið að liði B að senda einn þátttakanda yfir á hinn völlinn og svo koll af kolli.

Útfærsla:
Heimild:

Uppruni óþekktur. Einn þeirra sem sendi leikinn lærði hann í alþjóðlegum sumarbúðum barna (CISV) sumarið 1998. Leikinn sendu Harpa Bergþórsdóttir, Hildur Hallkelsdóttir, Sif Ólafsdóttir og Sólrún Ágústsdóttir (2017).

Leikur númer: 370
Sendandi: Harpa Bergþórsdóttir, Hildur Hallkelsdóttir, Sif Ólafsdóttir og Sólrún Ágústsdóttir.

Deila