Hópskipting með látbragðsleik

Markmið:

Skapa góðan starfsanda, leikræn tjáning.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Sjá lýsingu.

Leiklýsing:

Kennari útbýr nokkra flokka af miðum eftir því hve margir hópar eiga að vera og þrjá, fjóra, fimm eða sex samstæða miða fyrir hvern flokk eftir því hversu margir eiga að vera í hverjum hópi.

Setjum svo að hóparnir eigi að vera fjórir og fimm nemendur í hverjum hópi gætu miðarnir orðið svona:

Geimfari á tunglinu Geimfari á tunglinu Geimfari á tunglinu Geimfari á tunglinu Geimfari á tunglinu
Trúður í fjölleikahúsi Trúður í fjölleikahúsi Trúður í fjölleikahúsi Trúður í fjölleikahúsi Trúður í fjölleikahúsi
Listdansari Listdansari Listdansari Listdansari Listdansari
Kennari Kennari Kennari Kennari Kennari

Nemendur draga einn miða hver og gæta þess að enginn sjái á hann. Þegar kennarinn gefur merki leikur hver sitt hlutverki með látbragðsleik. Ekki má mæla orð af vörum. Haldið er áfram að leika uns allir hafa fundið sinn hóp.

Útfærsla:

Á spjöldin mætti einnig skrá:

Sagnorð
Svipbrigði
Málshætti
Bókatitla
Starfsheiti
Fyrirhuguð viðfangsefni í hópvinnu
Dýraheiti (nemendur verða þá að leika dýrin og hugsanlega gefa frá sér dýrahljóð)
Nemendur reyna síðan að finna hópinn sinn með látbragðsleik.

Heimild:
Leikur númer: 37
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila