Markmið:
Skipta í hópa með skemmtilegri aðferð.
Aldursmörk:
Frá 10 ára
Gögn:
Málshættir.
Leiklýsing:
Kennari (eða nemendur) búa til miða með málsháttum. Þeim er skipt í tvennt eða fleiri hluta eftir fjölda nemenda sem eiga að vera í hverjum hópi. Hver nemandi dregur miða og síðan reyna þeir að finna í hvaða hópi þeir eru með því að bera sig saman. Þeir eru í sama hópi sem geta myndað réttan málshátt.
Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 16
Sendandi: Jóna Hildur Bjarnadóttir