Hringleikur með lófaklappi

Markmið:

Hreyfing, athygli, viðbragðsflýtir.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja á stólum hringinn í kringum borð. Ekki skiptir máli hversu margir þeir eru, en skilyrði er að þeir komist allir fyrir kringum borðið.

Þátttakendur leggja flata lófa sína á borðið þannig að hægri hönd hvers og eins liggur yfir vinstri hönd þess sem situr honum á hægri hönd. Leikurinn felst í því að smella lófunum á borðið eftir ákveðnum reglum.

Leikmenn koma sér saman um hver skuli byrja og sá sem valinn er smellir hægri lófa sínum í borðið. Sá lófi sem er hægra megin við hann smellir strax á eftir og síðan koll af kolli. Ef einhver lófi smellir tvisvar sinnum snýst hringurinn við og lófinn vinstra megin á að smella og þannig koll af kolli, þar til einhver smellir aftur tvisvar, þá heldur hringurinn áfram til hægri. Ef einhver smellir eða lyftir hendinni án þess að eiga að gera það er sú hönd úr leik og viðkomandi setur hana undir borð. Ef hönd sem á að smella er of sein fyrir (“of sein að átta sig”) þá er hún einnig úr leik. Þátttakandi er þó ekki úr leik fyrr en hann hefur “gert mistök” með báðum höndum sínum. Leiknum er lokið þegar einn þátttakandi er eftir með a.m.k. annan lófann á borðinu.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 50
Sendandi: Auður Sigurðardóttir, Björk Pálmadóttir og Ragnheiður Matthíasdóttir

Deila