Hringleikur með teningum

Markmið:

Að hrista hóp saman og hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Tveir teningar.

Leiklýsing:

Nemendur sitja í hring, helst á stólum. Nokkrir stólar eru auðir. Stjórnandinn, kennari eða nemandi situr við borð í miðjunni og hefur tvo teninga. Stjórnandinn byrjar á að gefa nemendum númer, frá einum upp í sex. Nemendur verða að muna sína tölu.

Stjórnandinn kastar fyrri teningi og kallar upp töluna. Ef upp kemur t.d. talan fimm þurfa þeir sem fengu þá tölu að vera tilbúnir að færa sig réttsælis. Síðan varpar kennari seinni teningnum sem segir til um hvað nemendur þurfa að færa sig um mörg sæti og setjast á hné annars nemanda (nema auðvitað að stóllinn sé auður).

Sá vinnur leikinn sem er fyrstur til þess að komast heilan hring. Þeir sem hafa einhvern á hné sér mega ekki færa sig og verða að bíða þangað til þeir eru lausir.

Leikurinn verður að ganga rösklega fyrir sig svo ekki verði löng bið.

Útfærsla:
Heimild:

Sendandi lærði leikinn á norrænu vinabæjarmóti 2005. Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari kenndi.

Leikur númer: 97
Sendandi: Erna Sigrún Jónsdóttir

Deila