Hvað eigum við sameiginlegt?

Markmið:

Góður ísbrjótur og leið til að hrista hópinn saman.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Stólar fyrir alla þátttakendur nema einn.

Leiklýsing:

Allir sitja á stólum í hring nema einn stendur í miðjunni. Sá sem er í miðjunni stendur og segir eina staðreynd um sjálfan sig, t.d. „ég á kisu“ og allir sem eiga það sameiginlegt hlaupa úr sínum stól og finna sér nýjan stól til að sitja á. Sá sem ekki finnur sér sæti þarf að standa í miðjunni og segja nýja staðreynd um sjálfan sig. Þannig gengur leikurinn eins lengi og tími leyfir. Þetta er mjög skemmtilegur leikur til að brjóta ísinn með nýjum hópi og fá alla til að kynnast örlítið með hlaupum og hlátri.

Útfærsla:

Það er hægt að bæta við reglu að það verði að færa sig um meira en um einn stól.

Heimild:

Sendendur lærðu þennan leik einhvers staðar.

Leikur númer: 393
Sendandi: Ásdís Birna Bjarnadóttir, Birta Jónsdóttir, Erla Rún Rúnarsdóttir, Helgi Freyr Guðnason og Ólafur Aron Pétursson.

Deila