Hvað er ég að teikna?

Markmið:

Næmi, skynjun, ímyndunarafl.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Blöð og skriffæri.

Leiklýsing:

Leikurinn byggist á því að t.d. þrír nemendur standa í röð og sá fremsti fyrir framan töfluna í stofunni. Sá aftasti, C, leggur blað á bak þess sem er fyrir framan hann (B) og teiknar mynd. B reynir eftir fremsta megni að finna hvað C er að teikna og teiknar það á blað sem hann leggur á bak fremsta nemanda. Sá á að teikna á töfluna það hann heldur að B sé að teikna. Að lokum bera þeir sig saman en niðurstaðan er oftast mjög spaugileg. Ef vel tekst til er hægt að bæta fleiri nemendum í röðina. Oft gefur betri raun að teikna með fingrunum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 336
Sendandi: Kristín Hlíðkvist Skúladóttir

Deila