Hvað er hann eða hún að gera?

Markmið:

Leikræn tjáning, hugmyndaflug og síðast en ekki síst að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Í þessum leik eiga að vera a.m.k. átta þátttakendur, en helst 12-14. Þátttakendur eiga að skiptast í tvö lið og annað liðið fer í annað herbergi. Hitt liðið ákveður einhverja athöfn sem einn úr því á að leika. Bannað er að nota hvers konar leikmuni. Hægt er að leika nánast hvað sem er. Sem dæmi má nefna: Einhver er að setja mótorhjól í gang eða laxveiðimaður á árbakka kastar flugu.

Sá sem leikur gerir sitt besta til að sýna það sem hann ætlar sér. Þegar ljóst er hvað hann á að leika er allt tilbúið. Þá á að kalla inn fyrsta fulltrúa hins liðsins. Það er t.d. Jón. Hann á að reyna að komast að því hvað leikarinn var að leika. Ekki er víst að það takist en hann á samt að reyna að sýna Gunnu (með látbragði) það sem kemur næst því sem hann hélt að leikarinn hafi verið að leika. Á þennan hátt á að halda áfram alveg þar til allir eru komnir inn. Þá er hugsanlegt að umtalsverðar breytingar hafi orðið og að það sem átti hjá fyrsta leikaranum að vera laxveiðimaður við árbakka sé orðið eitthvað allt annað, t.d. einhver að vaska upp. Þannig getur misskilningurinn orðið mikil skemmtun fyrir þá sem fylgjast með. Þegar allir eru búnir að reyna sig kemur loks rúsínan í pylsuendanum. Sá sem síðastur lék á að segja hvað hann heldur að hann hafi verið að leika og allir hinir í öfugri röð. Þá kemur hugsanlega í ljós hvar misskilningurinn skapaðist. Þegar þessu er lokið er komið að hinu liðinu að leika sama leik. Og þá geta hinir hlegið sem búið er að hlæja vel og innilega að!

Útfærsla:
Heimild:

Bindslev, Niels Ebbe, Sigurður Helgason. 1989. Leikir fyrir alla. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Leikur númer: 246
Sendandi: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Deila