Hvað er klukkan gamli refur?

Markmið:

Að hreyfa sig.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin

Leiklýsing:

Einn er valinn til að leika refinn en hinir leika lömbin. Refurinn er í einu horni salarins og snýr baki við hópnum. Stjórnandi ákveður hvað klukkan á að vera og sýnir lömbunum það á fingrunum. Lömbin koma svo til refsins og spyrja: “Hvað er klukkan gamli refur?” Refurinn snýr sér þá við og byrjar að giska. Allir verða að standa kyrrir á meðan. Ef refurinn giskar vitlaust neita lömbin en giski hann rétt hlaupa allir til baka og refurinn reynir að ná eins mörgum og hann getur. Þeir sem hann nær mega svo aðstoða næst.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 51
Sendandi: Rakel Guðmundsdóttir

Deila