Hvaða orð er þetta?

Markmið:

Að þjálfa orðaforða, hugmyndaflug og rökhugsun nemenda

Aldursmörk:

Frá 12 ára

Gögn:

Blýantur og rúðustrikað blað.

Leiklýsing:

Leiklýsing: Allir nemendur fá blað og blýant. Stjórnandinn velur sér langt orð t.d. MYNDVARPABORÐ: Þetta orð skrifar hann á blaðið sitt og tölusetur hvern staf frá 1-13 því myndvarpaborð er 13 stafa orð.
M Y N D V A R P A B O R Ð

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13

Stjórnandinn segir þátttakendum að orðið hafi 13 bókstafi og þeir skrifa tölustafi frá einum og upp í þrettán í lárétta línu á blöðin sem þeir fengu. Stjórnandinn gefur þá nokkrar vísbendingar og þátttakendur reyna að finna út hvaða orð hann valdi.

Dæmi: 5,6,7,8 er stafur þar sem margir fuglar eiga hreiður (varp).

Þátttakendur reyna að finna út orðið og skrifa stafina fyrir ofan tölurnar.

Dæmi: 5,11,12 er árstíð (vor) o.s.frv.

Sá þátttakandi sem er fyrstur að finna orðið sem stjórnandinn valdi hefur unnið.

Útfærsla:
Heimild:

Hörður Haraldsson. 1994. 250 Leikir. Reykjavík, Setberg.

Leikur númer: 163
Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

Deila