Hvarerhvarerhvarerhvarerhúfanmín

Markmið:

Sköpun og tjáning. Textagerð – dans.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Í sumar (2003) hefur lag Guðjóns Rúdolfs Húfan verið eitt af vinsælustu lögunum sem leikin hafa verið í útvarpi. Lagið er grípandi og textinn einfaldur.

Textinn getur varla talist við hæfi barna en lag og texti geta á hinn bóginn orðið góð kveikja af eigin textum nemenda, sem og viðeigandi dönsum.

Leggið fyrir nemendur það verkefni að búa til eiginn texta og dans (hópdans) við lagið. Kjörið er að skipta nemendum í 3-5 manna hópa og gefa þeim frjálsar hendur. Líklegt er að flest þeirra kunni lagið. Ef ekki getur tónmenntakennarinn áreiðanlega hjálpað – eða e-r annar músíkalskur félagi.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 205
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila