Hver á stafinn?

Markmið:

Einbeiting. Læra stafina (fyrir yngri börn). (Lestur, útfærslan hentar í stærðfræði)

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Gott rými.

Leiklýsing:

Fjórir nemendur standa upp við töflu og hinir grúfa fram á borðin sín. Þá fara fjórmenningarnir á stúfana og stilla sér upp fyrir aftan fjóra bekkjarfélaga. Síðan skrifa þeir upphafsstaf sinn á bak viðkomandi og fara að því loknu aftur upp að töflu. Þá eiga þeir sem voru valdir að segja nafn þess sem skrifaði. Geti þeir rétt er skipt um hlutverk en annars halda hinir áfram.

Útfærsla:

Þennan leik væri hægt að nota við stafrófið hjá byrjendum og einnig væri sniðugt að teikna tákn í stað stafa, t.d. hring eða þríhyrning. Þá væri álitlegt að útfæra leikinn sem nafnaleik við upphaf skólaárs.

Heimild:

Hugmyndin er fengin hjá þremur 10 ára skólastelpum úr Grandaskóla.

Leikur númer: 130
Sendandi: Margrét Ásgeirsdóttir

Deila