Hver er ég?

Markmið:

Að nemendur geti tengt vítamín og steinefni við helstu fæðuflokka (upprifjun næringarfræðinnar).

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Spjöld útbúin af kennara (eða nemendum)

Leiklýsing:

Leikinn má nota til að skipta nemendum í pör. Útbúin eru spjöld með spurningum og svörum úr námsefni næringarfræðinnar.

Hugmyndir að spjöldum:

Ég er bætiefnisnauður en orkumikill. Hver er ég?
Svar: Sykurmoli.

Ég tilheyri kjöt-, egg- og fiskflokknum. Ég gef mikið A- og D vítamín. Hver er ég?
Svar: Lúða.

Ég er gulur og í mér er miklu meira kolvetni en í öðrum ávöxtum. Hver er ég?
Svar: Banani.

Ég er dökkrauð og járnrík. Hver er ég?
Svar: Lifur.

Kennari lætur nemendur draga eitt spjald hvern. Þeir sem draga spurningu lesa hana upp og sá sem telur sig eiga svarið við spurningunni parar sig við þann sem á spurninguna.

Útfærsla:

Kjörið er að nemendur útbúi spjöldin sjálfir. Hægt er að nota þennan leik í öllum námsgreinum.

Heimild:

Hugmyndin er fengin úr öðrum leik á Leikjavefnum: Landagrúski fyrir hópskiptingu (frá Margréti Ásgeirsdóttur).

Leikur númer: 312
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila