Hver er ég?

Markmið:

Einbeiting, athygli, ímyndunarafl.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Kennarinn velur einn nemanda og sá stendur þar sem vel sést til hans. Þá hvíslar kennari að honum einhverju starfsheiti (kaupmaður, læknir, kennari, smiður o.s.frv.), dýrategund (fugl, lamb, hestur o.s.frv.) eða jafnvel þekktri persónu (Napóleon, Ingólfur Arnarson) sem nemandinn á að túlka með látbragði. Aðrir nemendur giska á hvern nemandinn leikur en aðeins með spurningum sem hægt er að svara með jái eða neii. Best er að setja leikreglur fyrir hvert skipti og sem henta hverjum bekk. Auðveldlega má skipta bekknum í tvö eða þrjú lið og reynir þá á samvinnu nemenda.

Í þessum leik vinnur sá sem getur upp á hvern (hvað) nemandinn er að leika en þegar bekk er skipt í lið er hægt að hafa stigagjöf þannig að t.d. fáist tvö stig fyrir hvert já-svar, ekkert fyrir nei-svar, mínusstig fyrir spurningu sem komið hefur fram áður og að lokum 7 stig fyrir lokaspurningu.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 313
Sendandi: Katrín Karlsdóttir

Deila