Hver er ég?

Markmið:

Læra nöfn, minni, einbeiting.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Teppi eða eitthvað til að aðskilja liðin með.

Leiklýsing:

Þátttakendum er skipt í tvö lið. Notað er teppi til þess að aðskilja liðin þannig að ekki sjáist á milli. Liðin velja hver á að standa fremstur og síðan er teppið látið falla og þeir sem fremst standa eiga að reyna að vera á undan að segja nafnið á þeim sem stendur fyrir framan þá. Einstaklingurinn sem segir nafnið á andstæðingnum á undan fær hann með sér í lið. Leikurinn endar þegar allir eru komnir í eitt lið.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 391
Sendandi: ADISA MESETOVIC BERGLIND BJØRK ARNFINNSDÓTTIR HAUKUR ÖRN HALLDÓRSSON og MARGRÉT NILSDÓTTIR

Deila