Hver er ég? (leikur fyrir tungumálakennslu)

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða nemenda. Efla félagsleg samskipti.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Miðar sem búið er að skrifa nöfn á þekktum persónum. Kennaratyggjó.

Leiklýsing:

Nemendum skipt í 4-5 manna hópa. Kennari er búinn að skrifa á töfluna orðaforða sem getur komið sér vel í leiknum. Dæmi: Leikari, stjórnmálamaður, dökkhærð(ur). Orðin eru skrifuð á því tungumáli sem leikurinn fer fram á. Kennari festir einn miða með nafni á þekktri persónu á enni hvers nemanda. Markmið leiksins er að nemendur eiga að finna út hverjir þeir eru með því að spyrja spurninga á tungumálinu sem er verið að æfa. Þess vegna er gott að hafa nokkuð safn orða á töflunni. Aðeins má svara með “nei” eða “já”. Ef sá sem spyr fær svarið “já” má hann spyrja aftur.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 299
Sendandi: Ingibjörg Anna Arnarsdóttir

Deila