Hver er ég?

Markmið:

Að efla rökræna hugsun og eftirtekt, að örva skynjun, minni og hugmyndaflug.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Blöð og skriffæri.

Leiklýsing:

Hver nemandi fær blaðrenning og lýsir sér í þremur setningum. Þau sem eru skrifandi skrifa setningarnar niður á blaðið en stjórnandinn skrifar fyrir hin. Blöðunum er víxlað og stjórnandinn eða nemendur lesa setningarnar upp. Hópurinn reynir að uppgötva við hvern lýsingin á. Setningarnar gætu verið eitthvað á þessa leið:

– Ég er í bláum gallabuxum.
– Mér finnst skemmtilegt í fótbolta.
– Ég er átta ára og hef oft tíkarspena.

Útfærsla:
Heimild:

“Eitt lítið leikjakver” Safn af leikjum, eftir Höllu S. Guðmundsdóttur og Kristínu Þórðardóttur.

Leikur númer: 189
Sendandi: Hrafnhildur Hilmarsdóttir

Deila