Hver er undir teppinu?

Markmið:

Eftirtekt, einbeiting, efla félagsanda.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Teppi.

Leiklýsing:

Nemendur sitja í hring. Einn er sendur fram og á meðan velur kennarinn annan til að fara í miðjuna og breiðir teppi yfir hann. Nú kalla nemendur á þann sem fór fram: “Hver er undir teppinu, hver er undir teppinu “. Sá kemur inn og á að geta hver það er.

Hægt er að útfæra þennan leik á annan hátt, t.d. með því að láta nemendur skipta um sæti og láta þann sem fór fram fylgja þeim aftur á sinn stað.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 98
Sendandi: Lára Eymundsdóttir

Deila