Hver fer síðastur út?

Markmið:

Athygli, tilbreyting, yfirgefa skólastofuna á skemmtilegan hátt.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þessi leikur er oft notaður þegar kennari vill að nemendur yfirgefi skólastofuna hljóðlega eða til að ljúka skóladegi á skemmtilegan hátt.

Kennarinn gefur fyrirmæli eins og t.d. þessi:

Allir sem eru fæddir í júní mega fara út.
… eiga sér stafinn R í nafninu sínu…
… eiga sér rauðan lit sem uppáhaldslit …
… eru í hvítum sokkum …
… hafa fótbrotnað …
… sáu … í sjónvarpinu í gær …
… hafa lesið …
O.s.frv.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á hugmynd frá sr. Ingimari Ingimarssyni.

Leikur númer: 99
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila