Hver með sínu nefi – hópskipting með söng

Markmið:

Skapa góðan starfsanda, þjálfa einbeitingu.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Sjá lýsingu.

Leiklýsing:

Kennari útbýr nokkra flokka af miðum eftir því hve margir hópar eiga að vera og þrjá, fjóra, fimm eða sex samstæða miða fyrir hvern flokk eftir því hversu margir eiga að vera í hverjum hópi:

Ef hóparnir eiga að vera fjórir og fjórir nemendur í hverjum hópi gætu miðarnir orðið svona:

Nú er frost á Fróni Nú er frost á Fróni Nú er frost á Fróni Nú er frost á Fróni
Yfir kaldan eyðisand Yfir kaldan eyðisand Yfir kaldan eyðisand Yfir kaldan eyðisand
Kátir voru karlar Kátir voru karlar Kátir voru karlar Kátir voru karlar
Gamli Nói Gamli Nói Gamli Nói Gamli Nói

Nemendur draga einn miða hver af öðrum og gæta þess að enginn sjái á hann. Þegar kennarinn gefur merki hefja allir upp raust sína og syngja lagið sem nefnt var á miðanum. Haldið er áfram að syngja uns allir hafa fundið sinn hóp.

Útfærsla:
Heimild:

Leikinn kenndi Sigurður Guðmundsson

Leikur númer: 314
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila

Share on facebook
Share on linkedin
Share on twitter
Share on email