Hver skipti um stellingu?

Markmið:

Eftirtekt, einbeiting, eflaa félagsanda.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikurinn er hugsaður sem „covid útgáfa“ af  leiknum Hver er undir teppinu. (Sjá lýsingar hér og hér).

Þáttakendur sitja í hring, á gólfinu, á stólum eða upp á borðum, eftir fjarlægðarmörkunum hverju sinni. Einn er sendur fram og á meðan hann er frammi, velur stjórnandinn einn þáttakanda til þess að skipta um stellingu í sætinu sínu. Þá er sá sem var sendur fram kallaður aftur inn með þessum orðum:  Hver breytti um stellingu? Hver breytti um stellingu? Engin má segja og gettu nú! Þá reynir sá sem var sendur fram að finna út hver það var sem skipti um stellingu. Þegar það tekst sest hann aftur á sinn stað og sá sem skipti um stellingu fer fram og svo koll af kolli.

 

Útfærsla:
Heimild:

Hugmynd sendenda.

Leikur númer: 426
Sendandi: Selma Ramdani og Viktoría Sigurjónsdóttir.

Deila