Hver stal beininu?

Markmið:

Hlustun og einbeitning. Að æfa fínhreyfingar (taka bjölluna upp varlega og halda á henni varlega) og efla hópinn (enginn má segja hvar bjallan er). Getur einnig reynt á útsjónunarsemi barnanna (þau getu t.d. notað útilokunaraðferð til að finna hverjir eru búnir að vera hundurinn og hverjir eru eftir).

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Bjalla (eða eitthvað sem er handhægt og heyrist vel í) og teppi.

Leiklýsing:

Börnin setjast saman í hring og einn er valinn af stjórnanda til að koma inn í miðjuna og leika hundinn. Hundurinn grúfir sig og teppi er sett yfir hann svo hann sjái ekki neitt. Ofan á bakið á honum er sett bjalla. Stjórnandinn velur eitt barn úr hópnum sem á að taka bjölluna hægt og hljótt af bakinu og setjast síðan aftur í hringinn með bjölluna fyrir aftan bak. Hinir setja einnig hendurnar fyrir aftan bak á sama hátt.

Þegar allir eru tilbúnir er kallað Einhver hefur stolið beininu þínu, litli hundur! Þá má hundurinn koma undan teppinu og reyna að giska á hver heldur á bjöllunni. Hann verður að koma upp að krökkunum og gelta og þá sýna þau hendur sínar. Hundurinn fær þrjár tilraunir, eða þrjú gelt til að finna bjölluna. Hægt er að gefa vísbendingar, til dæmis að hrista bjölluna örlítið svo hann heyri í henni.

Þegar bjallan er fundin má sá sem hélt á henni grúfa og annað barn er fengið til að leika hundinn. Leiknum lýkur þegar allir hafa fengið að prófa hlutverk hundsins.

Útfærsla:
Heimild:

Sendendur lærðu leikinn á leikskólanum Reynisholti.

Leikur númer: 264
Sendandi: Inga Rut Ingadóttir og Lena Sólborg Valgarðsdóttir

Deila