Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Markmið:

Markmið með leiknum er að æfa sig að klappa/slá á læri í takt, læra nöfn og æfa einbeitingu og eftirtekt.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Hentugast er þegar allir sitja í hring.

Allir byrja á að slá takt, einu sinni á læri með báðum höndum og klappa saman saman lófum til skiptis.

Síðan gengur leikurinn á þennan veg:

Einstaklingur 1 : X stal kökunni úr krúsinni í gær.

X: Ha, ég?

Allir: Já, þú

X: Ekki satt

Allir : Hver þá?

X: Y stal kökunni úr krúsinni í gær

Y: Ha, ég?

Og þannig heldur leikurinn áfram. Gott er að enda leikinn á ,,Allir stálu kökunni úr krúsinni í gær”

Útfærsla:

Það er hægt að skipta nöfnum einstaklinga út fyrir margt annað. Til dæmis tölur, sérhljóða, samhljóða, dýr, ávexti, grænmeti, líffæri, vötn, lönd eða eitthvað annað. Leikurinn er þá tilvalinn sem kveikja að kennsluefni þó svo að það geti verið skrítið að syngja ,,Hjartað stal kökunni úr krúsinni í gær”, gæti það myndað létta stemningu.

Heimild:

Sendendur lærðu þennan leik í leikskóla. Leikurinn heitir á ensku Who Stole The Cookies From the Cookie Jar og er að finna á netinu í ótal útgáfum.

Leikur númer: 414
Sendandi: Álfrún Ýr Björnsdóttir og ala Helga Jóhannesdóttir

Deila