Hverjum líkist þú mest?

Markmið:

Innlifun – leikræn tjáning.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Börnin sitja á gólfinu eða í sætum sínum. Stjórnandi velur eitt barn úr hópnum og lætur það velja sér tölu (sbr. listana hér fyrir neðan). Þegar barnið er búið að því hvíslar stjórnandinn að því hverju það líkist mest og barnið á að leika það. Þetta heldur svo áfram koll af kolli.

Útfærsla:

* Hvað ætlað þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór
* Hvað þykir þér mest gaman.

Nokkur dæmi um hverju er hægt að líkjast mest:

1. Tómri tunnu
2. Gólfskrúbb
3. Tannbursta
4. Tarsan
5. Öskubíl
6. Vekjaraklukku
Nokkur dæmi um hvað er hægt að verða:

1. Ráðherra
2. Hárgreiðslu-meistari
3. Flugfreyja / flugþjónn
4. Kennari
5. Smiður
6. Skipstjóri
Nokkur dæmi um hvað sé mest gaman:

1. Teikna
2. Vera þæg(ur)
3. Föndra
4. Sulla í vatni
5. Syngja
6. Vega salt

Heimild:
Leikur númer: 247
Sendandi: Sigrún Guðmundsdóttir og Stefanía Baldursdóttir

Deila