Hversu langt er að fjallinu?

Markmið:

Þjálfa rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Kúrekinn á myndinni er búinn að týna hestinum, kominn með hælsæri, orðinn illa þyrstur og veit varla hvort hann kemst alla leið að þorpinu sem er undir fjallinu Hljóðaklettum. En hann kann dálítið fyrir sér í eðlisfræði og ákveður að nota byssuna til að mæla fjarlægðina að fjallinu svona nokkurn veginn. Hvernig?

fjallið

 

 

Lausn:

Kúrekinn hleypir að skoti og á meðan hann bíður eftir bergmáli frá fjallinu telur hann sekúndurnar. Þegar hann heyrir bergmálið margfaldar hann töluna með sekúndufjöldanum og deilir í útkomuna með tveimur.

Útfærsla:
Heimild:

Höfundar þessarar þrautar eru Gunnar og Guðvarður Halldórssynir.

Leikur númer: 344
Sendandi: Gunnar Halldórsson

Deila