Í grænni lautu

Markmið:

Söngur og dans.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Í grænni lautu þar geymi ég hringinn
sem mér var gefinn og hvar er hann nú,
sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

Nemendur syngja lagið og ganga réttsælis í hring allir nema einn sem grúfir sig niður í miðjum hringnum. Áður en leikurinn hefst fær eitt barnið hring sem það geymir í lófa sínum. Um leið og lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa, eins og þeir væru með eitthvað í höndunum (ef þáttakendur eru margir má láta þá rétta fram aðra höndina). Nú fær miðjumaðurinn þrjár tilraunir til þess að finna hringinn, Það gerir hann með því að slá létt á hendur hinna, en munið bara þrjár hendur. Ef hann finnur ekki hringinn grúfir hann aftur, en í næsta skipti eru hendurnar hafðar fyrir aftan bak sem slegið var á í fyrra skiptið.

Hlusta á lagið:

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 206
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila