Í Skjaldbökuborg

Markmið:

Rökhugsun, einbeiting.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Mynd, sjá leiklýsingu.

Leiklýsing:

Kennari útskýrir eftirfarandi fyrir nemendum:

Þessi mynd sýnir gatnakerfi Skjaldbökuborgar sem að sjálfsögðu er neðanjarðar.

Foringi Skjaldbakanna hefur dreift sverðum á öll gatnamót borgarinnar og þið viljið eignast þau öll til að selja söfnurum uppi á yfirborði jarðar. Vandinn er einungis sá að um leið og foringi Skjaldbakanna sér að sverð er horfið af gatnamótum setur hann vörð þar og þá er ekki lengur hægt að ferðast um þau gatnamót. Þið verðið því að finna leið til að taka sem flest sverð án þess að þurfa að fara aftur yfir gatnamót þar sem vörður er til staðar.

Nemendur hafa myndina á blaði fyrir framan sig. Einnig má setja hana á töflu eða glæru. Einnig má teikna uppdráttinn á gólf t.d. með límbandi, þannig að hægt sé að “ganga” um borgina. Nemendur geta unnið að úrlausn einir, í pörum eða hópum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 347
Sendandi: Elínborg Valsdóttir

Deila