Íkorninn og hnetan

Markmið:

Örva viðbrögð, efla útsjónarsemi og snerpu, auka næmi snertingar.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Borð, stólar og hneta eða álíka hlutur.

Leiklýsing:

Einn leikmaður er valinn sem íkorni. Hann varðveitir hnetuna og situr í sæti sínu í upphafi leiks. Allir aðrir leikmenn sitja í sætum sínum og hver og einn leggur höfuðið á annan handlegg sér fram á borðið, eins og hann væri sofandi, en teygir hinn handlegginn á sér fram og lófinn vísar upp. Íkorninn stendur upp þegar stjórnandi gefur merki, hleypur fram og aftur milli borðanna og laumar hnetunni í einhvern lófann. Leikmaður, sem fær hnetuna, stekkur á fætur og reynir að ná íkornanum áður en hann kemst “heim”, þ.e. í sæti sitt. Ef íkorninn næst verður hann áfram íkorni, ef ekki, þá verður sá sem fékk hnetuna næsti íkorni. Hinir leikmennirnir vakna að sjálfsögðu og horfa á þegar eltingarleikurinn stendur yfir.

Útfærsla:
Heimild:

Þórey Guðmundsdóttir. 1987. Innileikir – hreyfileikir. Reykjavík Dreift af höfundi.

Leikur númer: 52
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila