Inn og út um gluggann

Markmið:

Skemmtun, söngur, hreyfing.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nem ég staðar bak við hana Siggu,
nem ég staðar bak við hana Siggu.
Nem ég staðar bak við hana Siggu
svo fer hún sína leið:
Inn og út um gluggann,
inn og út um gluggann,
inn og út um gluggann
og alltaf sömu leið.https://leikjavefurinn.is/wp-content/uploads/Inn_og_ut_um_gluggann.mp3

Leiklýsing:

Börnin leiðast í hring. Þau standa kyrr öll nema eitt þeirra sem er utan við hringinn og stillir sér upp aftan við Siggu. Þegar komið er að „Inn og út um gluggann“ í vísunni leggur Sigga af stað inn í hringinn, gengur til vinstri og fer undir armana á krökkunum í hringnum sem nú halda höndunum uppi, en leiðast áfram. Sem sagt bilin milli krakkanna í hringnum eru gluggarnir sem halarófan fer inn og út um; út um þann fyrsta til vinstri, inn um þann næsta, o.s.frv. Þegar komið er að síðustu línunni í söngnum stansar Sigga fyrir aftan þann sem hún er þá stödd hjá, t.d. Kalla, og er þá í næstu vísu sungið: „Nem ég staðar bak við hann Kalla“ o.s.frv.

Hlusta á lagið:


Hér má hlusta á finnska útgáfu af laginu

 

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 207
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila