Ísjakaleikur

Markmið:

Heyrn, eftirtekt.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Kennari velur einn til þrjá nemendur sem eiga að vera bátar. Treflar eru bundnir fyrir augun á þessum nemendum og þeir látnir fara í annan endann á stofunni. Hinir nemendurnir eiga að vera ísjakar og stillir kennarinn þeim á víð og dreif um stofuna. Þeir nemendur sem eru ísjakar eiga helst að hreyfa sig sem minnst. Bátarnir eiga síðan að reyna að komast yfir í hinn endann á stofunni. Sigli bátur á ísjaka sekkur hann og er þar með úr leik. Bátarnir mega hinsvegar snertast án þess að vera úr leik. Taki nemandi sem er bátur hinsvegar af sér trefilinn við árekstur er hann úr leik.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 100
Sendandi: Lára Eymundsdóttir

Deila