Íslenskubingó

Markmið:

Æfa rím, orðflokkagreiningu o.fl.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Bingóspjöld með níu til sextán reitum (3×3 eða 4×4). Miðar eða tölur til að leggja yfir reitina á spjaldinu.

Leiklýsing:

Hver nemandi hefur eitt bingóspjald. Kennari eða stjórnandi hefur “bingó- pottinn” og dregur eitt spjald, les upphátt af spjaldinu og nemendur leggja autt spjald yfir réttan reit.

Útfærsla:

Rímbingó: Stjórnandi dregur spjald með orðinu gestur, les það upp og nemendur leggja þá miða yfir reit sem rímar við orðið gestur, t.d. hestur, prestur, lestur.

Bingóspjöldin þurfa ekki öll að vera eins þó þau mörg geti haft sama rímorð. Dæmi um bingóspjald:

hestur
bók
sími

mús
hund
raka

synda
skóli
tunga

Önnur útfræsla

Orðflokkabingó: Stjórnandi dregur spjald, á því stendur orðflokkur, t.d. atviksorð, lýsingarorð í miðstigi, kk. et. nf.

Þegar einhver nemandi nær bingói fer kennari yfir spjaldið á töflu/glæru með öllum bekknum.

Dæmi um bingóspjald:

peysa
lesa

ekki
vel
stærri

lítill
afi
Jón

Dæmi um spjöld hjá stjórnanda:

lo.
í
miðstigi

kk.
et.
nf.

Heimild:
Leikur númer: 224
Sendandi: Anna María Arnfinnsdóttir og Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

Deila