Jarðsprengjusvæði

Markmið:

Læra að fara eftir leiðbeiningum annarra, samvinna og hæfni

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Klútar eða buff til þess að setja fyrir augun. Glös eða litlir hlutir (eins og boltar vettlingar og fleira).

Leiklýsing:

Þátttakendur eru í pörum og það er bundið fyrir augun á öðrum þátttakanda. Sá sem er með bundið fyrir augun þarf að fara í gegnum sprengjusvæðið án þess að tala og snerta hlutina. Hinn er fyrir utan brautina og veitir stuðning ásamt því að leiðbeina honum með orðum í gegnum brautina. Ef hann snertir sprenju þarft hann að byrja upp á nýtt eða telja fjöldann á sprengjunum sem hann snertir. Hægt er að útfæra leikinn á marga vegu, hægt er að hafa lið, gefa refsistig og fleira.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 392
Sendandi: ADISA MESETOVIC, BERGLIND BJØRK ARNFINNSDÓTTIR, HAUKUR ÖRN HALLDÓRSSON og MARGRÉT NILSDÓTTIR

Deila