Jón spæjó

Markmið:

Þjálfa skammtímaminni og athyglisgáfu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn þátttakandinn er valinn til að vera “Jón spæjó” og er honum sagt að horfa vel í kringum sig í stofunni áður en hann fer fram. Þar verður hann að bíða þar til kallað er á hann. Á meðan er einhverjum þremur hlutum breytt eða þeir færðir til í stofunni. Því næst er náð í “Jón spæjó” og á hann að finna út (“spæja”) hvaða hlutir voru færðir til. Gangi það illa má hjálpa honum með því að segja hvort hann sé heitur eða kaldur. Síðan er valinn nýr Jón.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 265
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila