Jörð, loft, eldur og vatn

Markmið:

Auka þekkingu á umheiminum.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Bolti.

Leiklýsing:

Þátttakendur fá sér sæti á gólfinu og sitja í hring. Stjórnandinn stendur inn í miðjum hringnum og hann getur hvort heldur bent á einhvern eða kastað litlum bolta til einhvers þátttakanda. Um leið og hann gerir það, þá hrópar hann jörð, loft, eldur, eða vatn, eitthvert af þessum orðum. Hann telur síðan upp að tíu og innan þess tíma verður að svara honum. Ef hann hrópar jörð, þá verður viðkomandi að nefna eitthvert dýr. Ef hann nefnir loft, þá á að svara honum með einhverju fuglsnafni. Ef hann hrópar vatn, þá nefna þátttakendur einhvern fisk, en ef hann hrópar eldur, þá má ekki segja neitt, heldur verður einstaklingurinn að hafa alveg hljóð. Ekki má nefna tvisvar sama dýrið og ef einhver svarar vitlaust, er hann úr leik.

Útfærsla:

Þessum leik er hægt að breyta og útfæra t.d. með því að nota margföldunartöfluna, stjórnandi segir þá margföldunardæmi og sá sem fær boltann verður að svara rétt.

Heimild:

Hermann Gunnarsson (1982). Allt í gamni með Hemma Gunn þrautir, leikir, gátur, heilabrot, töfrabrögð og fleira. Reykjavík Setberg.

Leikur númer: 102
Sendandi: Erla Þórarinsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Lovísa Magnúsdóttir, Sara Hjálmarsdóttir

Deila