Jörð – Vatn – Loft – Eldur

Markmið:

Efla náttúrufræðiþekkingu, einbeitingu, minni og hugmyndaflug.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Baunapoki.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn situr inni í hringnum og heldur á baunapoka. Hann kastar pokanum til einhvers í hringnum og segir: Jörð!, Vatn!, Loft!, eða Eldur! Ef hann segir Jörð! þarf sá sem grípur pokann að nefna eitthvert landdýr áður en sá sem situr í miðjunni nær að telja upp að tíu. Ef hann segir Vatn! á sá sem grípur að nefna einhvern fisk, ef hann segir Loft! þá skal nefna fugl og ef hann segir Eldur! þá á að flauta hljóð brunabíls.

Athugið að þegar ákveðið dýr hefur verið nefnt, þá má ekki nefna það aftur. Ef sá sem grípur nær ekki að nefna dýr innan tíu sekúndna á hann að skipta um hlutverk við þann sem situr í miðjunni og kasta pokanum.

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er fenginn af þessari vefsíðu: http://usscouts.org/macscouter/Games/

Leikur númer: 132
Sendandi: Jónasína Lilja Jónsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir

Deila