Jósep segir

Markmið:

Hlustun, athygli, einbeiting

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn er valinn til að vera stjórnandi (Jósep). Jósep gefur ýmsar skipanir sem allir verða að hlýða, þe. ef stjórnandinn setur ,,Jósep segir …” framan við skipun sína. Sleppi hann því og einhver framkvæmir samt skipunina er sá úr leik.

Dæmi um fyrirmæli: Jósep segir Allir eiga að lyfta höndum hátt upp og teygja sig (allir þátttakendur framkvæma þetta). – Hendur niður (þeir sem setja hendur niður eru úr leik). Allir eiga að klappa (þeir sem klappa eru úr leik). Jósep segir allir eiga að klappa (allir klappa). Hætta (þeir sem hætta að klappa eru úr leik). Jósep segir Hætta að klappa (allir hætta klappinu).

Leikurinn heldur áfram þar til enginn er eftir. Stjórnandinn reynir vitaskuld að hafa fyrirmælin sem skemmtilegust (allir eiga að klípa í nefið á sér, reka út úr sér tunguna, gretta sig, toga í tærnar á sér, boxa, rífa í hár sér, vera undrandi á svipinn o.s.frv.)

Útfærsla:

Þessi leikur hentar vel í tungumálakennslu (Simon says).

Heimild:

Leikinn lærði umsjónarmaður Leikjabankans í æsku. Flestir kunna þennan góða leik – sem vill samt allt of oft gleymast.

Leikur númer: 53
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila