Kapphlaup á spjöldum

Markmið:

Einbeiting, jafnvægi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Pappaspjöld.

Leiklýsing:

Hver þátttakandi fær tvö pappaspjöld. Öðru spjaldinu er hent og stigið á það öðrum fæti, þá er hinu hent og hinum fætinum stigið á það, það fyrra tekið upp og því hent áfram og þannig er haldið áfram, þar til komið er að ákveðnu marki. Aldrei má stíga lausum fæti á gólfið.

Útfærsla:

Leikurinn verður auðveldari ef hver getur fengið svo mörg spjöld í byrjun að hann þurfi aldrei að taka upp spjöldin sem hann hendir niður.

Þessi leikur getur líka verið boðhlaup.

Heimild:

Leikinn kenndi Guðrún Ásgrímsdóttir.

Leikur númer: 276
Sendandi: Helga Gísladóttir

Deila