Kaupstaðarferðin

Markmið:

Málfræði Samsett orð, orðaforði, landafræði.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Gott rými.

Leiklýsing:

Nemendur sitja í hring á gólfinu og einn inni í hringnum. Sá spyr einn félaga t.d: Ég kem frá Akranesi. – Hvað keypti ég þar? Sá sem er spurður þarf þá að nefna þrjú samsett orð sem byrja á a; apaköttur, andarungi o.s.frv. Á meðan telur spyrjandinn upp að 10. Ef hinum tekst ekki að finna samsettu orðin tekur hann sæti hins inni í hringnum.

Gæta þarf þess að enginn verði útundan.

Útfærsla:

Hægt er að ákveða reglur um það hvaða orð má hafa hverju sinni, t.d. orð yfir ávexti, fatnað eða dýr.

Einnig má tengja leikinn landafræði (borgir, lönd, örnefni).

Heimild:

Steingrímur Arason (1921). Sextíu leikir, vísur og dansar fyrir heimili, skóla og leikvöll. Reykjavík: Guðmundur Gamalíelsson.

Leikur númer: 134
Sendandi: Margrét Ásgeirsdóttir

Deila