Keðjuleikur

Markmið:

Þessi leikur er einföld og skemmtileg leið til að uppgötva að við eigum margt sameiginlegt með öðrum. Stundum kemur það þátttakendum alveg á óvart með hverjum þau eiga eitthvað sameiginlegt.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Kennarinn hugsar sér eitthvert einkenni eða eiginleika og kallar það upphátt yfir hópinn. Börnin ganga um herbergið og finna önnur börn sem finnst það sama um sig eða hafa sama einkenni.

Dæmi: Kennarinn kallar: Uppáhaldslitur. Börnin ganga um og segja upphátt uppáhaldslitinn sinn og krækja saman höndum við þau sem eiga sama uppáhaldslit. Síðan kallar kennarinn upp annað einkenni, t.d. það sem skemmtilegast að gera í skólanum. Þá slitna keðjurnar og nýjar myndast. Dæmi um einkenni geta í raun verið hvað sem er, uppáhaldsdýr, -matur, hvernig þau komu í skólann, gæludýr, föt og augnlitur svo fátt eitt sé nefnt.

Útfærsla:
Heimild:

Guðrún Pétursdóttir (2003). Allir geta eitthvað, enginn getur allt: Fjölmenningarleg kennsla frá leikskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Hólar.

Leikur númer: 307
Sendandi: Helga Hauksdóttir, Elísabet Árný Þorkelsdóttir, Arndís Th. Friðriksdóttir

Deila