Keðjuorð

Markmið:

Efla orðaforða og ímyndunarafl.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Af þessum leik eru ótal afbrigði. Hann byggist á því að byrjað er á samsettu orði, t. d. lögregla. Síðan á að búa til annað samsett orð þannig að seinni hluti orðsins lögregla verður að fyrri hluta (eða fyrsta hluta) næsta samsetta orðs. Það gæti t.d. verið orðið reglubróðir. Næsta orð gæti verið bróðurkærleikur, þarnæsta leikmaður, næst mannabústaður, þá Bústaðavegur, loks vegleysa og þannig koll af kolli. Ekki má nota sama orðið tvisvar.

Leikinn má leika þannig að gengið er á nemendur eftir röð eins og þeir sitja eða að setið er í hring.

Eins má keppa í hópum þannig að nemendur fá fyrsta orðið á miða og eiga síðan að skrá eins langa keðju og hægt er. Hafa má ákveðin tímamörk.

Enn má nefna að keppa í tveimur eða fleiri liðum og skrá orðin á töflu. Má þá gjarnan skrá þau í “snigla” eða “slöngur”.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 164
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson og Halla Skúladóttir

Deila