Keiluspil

Markmið:

Samlagning, samhæfing skynjunar og hreyfinga og að búa til leik.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Eggjabakkar, pappaspjöld, borðtenniskúla eða heimatilbúinn bolti, litir, málning.

Leiklýsing:

Skemmtilegast er að nemendur búi sjálfir til allt sem þarf til þessa leiks.

Fyrir keilur eru notaðir pappahólkar sem skreyttir eru með málningu eða lituðum pappír. Á hólkana eru skráðar ýær tölur sem nemendur eru að fást við í stærðfræði hverju sinni. Keilunum er raðað upp, t.d. níu saman.

Markmiðið er að hitta keilurnar og fást stig fyrir þær sem falla. Nemendur skiptast á að reyna. Reglur geta verið með ýmsu móti, t.d. þannig að gefin séu aukastig fyrir að fella allar keilurnar. Stig eru lögð saman og nemendur verða sjálfir að fylgjast vel með og telja þau.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 225
Sendandi: Ásdís Grétarsdóttir og Unnur Pálsdóttir

Deila